Foreinangrað Pex SDR11 6bar

Ísrör - Pex flextra

6 bara foreinangruðu PexFlextra rörin eru frá Danska framleiðandanum Logstor. Pex rörin eru einangruð með mjög vandaðri PUR einangrun og er ytri kápan á þeim úr mjög sveigjanlegri rifflaðri PE kápu.Endingartími röranna er uppgefinn 30 ár við stöðuga 80°c, en sá tími getur lengist ef ekki er verið í hámarks þrýsting og hita.
Pex Flextra rörin er þrisvar sinnum léttara að sveigja, og því mjög heppileg t.d fyrir heimæðar eða þar sem erfitt er að athafna sig.
Logstor A/S hefur verið frumkvöðull á heimsvísu í framleiðslu foreinangraðra stál- og pexröra fyrir hitaveitur í meira en hálfa öld og er nú stærst í heiminum á þessu sviði.

Pex Flextra 6 bara er til í stærðum 20-90mm á lager hjá Ísrör, en hægt er að sérpanta 110mm.

Allt foreinangrað pex er A pex.Vörunúmer
PexFlextra 20/90mm
PexFlextra 25/90mm
PexFlextra 32/90mm
PexFlextra 40/90mm
PexFlextra 50/110mm
PexFlextra 63/125mm
PexFlextra 75/140mm
PexFlextra 90/160mm