Foreinangruð stálrör

Foreinangruðu stálrörin eru með góða og varanlega PUR einangrun og PEH kápu sem þola upp í 120°c.  Einnig er hægt að fá rör sem þola mun hærra hitastig. Slík rör þarf að sérpanta.

Stálrörin eru með vírum í einangrunni til vöktunar á leka í þeim og ef skemmdir verða á kápu. Vírarnir geta verið tengdir þar til gerðum tilkynningarbúnaði sem segir til um nákvæma staðsetningu leka í rörunu.

Einnig er hægt að fá stálrörin með súrefniskápu innan í PEH kápnni sem seinkar mjög öldrun PUR einangrunarinnar og eykur þ.a.l. líftíma röranna. Slík rör þarf að sérpanta.

Stálrörin eru fáanleg í 6m, 12m og 16m lengdum og í einangrunarflokkum 1, 2 og 3. Rör í 6 og 12 m í stærðum DN20 - Dn100 eru lagervara hjá Ísrör en 16m rörin og í stærðum yfir DN100 þarf að sérpanta.

 

Stálrör – Stærðir
Foreinangruð hitaveitu stálrör frá Logstor A/S í Danmörku

  Vörunúmer röra á lager

Stálrör DN20(26,9)/90mm 6m
Stálrör DN25(33,7)/90mm 6m
Stálrör DN32(42,4)/110mm 6m
Stálrör DN40(48,3)/110mm 6m
Stálrör DN50(60,3)/125 mm 6m
Stálrör DN65(76,1)/140mm 6m
Stálrör DN80(88,9)/160 mm 6m
Srálrör DN100(114,3)/200 mm 6m

Stálrör DN20(26,9)/90mm 12m
Stálrör DN25(33,7)/90mm 12m
Stálrör DN32(42,4)/110mm 12m
Stálrör DN40(48,3)/110mm 12 m
Stálrör DN50(60,3)/125mm 12m
Stálrör DN65(76,1)/140mm 12m
Stálrör DN80(88,9)/160 mm 12m
Stálrör DN100(114,3)/200 mm 12 m