Ísrör hefur undanfarið verið að auka við vöruflóru sína og hefur nú nýlega bætt við sig rörum og samsetningum fyrir kalt vatn

Við hvetjum núverandi viðskiptavini og alla aðra til að hafa samband við okkur og fá upplýsingar um verð og gæði.
Þetta er enn einn áfanginn í stefnu Ísrörs bæta þjónustu sína og vöruval þannig að viðskiptavinir geti sótt aukna þjónustu á einn stað.

Þjónustu – Gæði – Þekkingu, allt þetta færðu hjá Ísrör

Isror ný vefsida

Heimasíða Ísrörs hefur verið endurnýjuð og sýnir vel þá auknu þjónustu og vöxt í vöruvali okkar.

Ísrör hefur þjónað orkuveitum og verktökum um land allt frá stofnun árið 1992 og boðið upp á vörur tengdum lagningu á heitu vatni og nú einnig bætt við vörum tengdum lagningu á köldu vatni.

Helstu vöruflokkar eru foreinangruð pex- og stálrör ásamt tengiefni frá stærsta framleiðanda í heimi Logstor A/S.

Bjóðum að auki upp á Haelok pressutengi og vélar til að tengja saman stál hitaveiturör.

Þá bjóðum við upp á varúðarborða og hlífðarborða til að verja lagnir í skurðum.

Boðið upp á handhægar sterkar og léttar jarðvegsmottur til að hlífa viðkvæmum verksvæum og opnanleg hlífjarrör til að nota á vinnusvæðum til að verja lagnir þar sem aka þarf yfir á bílum og vinnuvélum.

Okkar vinsælu gulu sveigjanlegu ídráttarrörin bjóðum við ávallt upp á og einnig klofnu tvöföldu ídráttarbarkana.

Ísrör býður vandaða útiskápa úr galvaniseruðu stáli og duftlakkaða. Við höfum selt þessa skápa frá árinu 2002. Helstu tegundir eru Hitaveituskápar, dælu-lagna- og útiskápar, gasskápar og svo ljósleiðaraskápar.

Nýlega bætti Ísrör við sig rörum og tengiefni fyrir lagningu á köldu vatni og eykur þannig enn meira þjónustu sína við okruveitu, vatnsveitu og verktaka.

Endilega hafið samband This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síminn 565-1489 eða beint við eitthvert okkar:

  • Við veitum ykkur alla þá þjónustu sem mögulegt er
  • Við bjóðum eingöngu upp á gæða vörur
  • Við miðlum til ykkar allri þeirri þekkingu sem við búum yfir

Þjónustu – Gæði – Þekkingu, allt þetta færðu hjá Ísrör

Múffu Námskeið SX SXB BXVikuna 19-22 mars verður Ísrör með múffu kynningu og almenna vörukynningu í húsnæði sínu að Hringhellu 12 í Hafnarfirði og í áhaldahúsi Norðurorku á Rángárvöllum á Akureyri.

Tveir fulltrúar frá Logstor í Danmörku koma, þeir Christian Jørgensen og Henrik Tomsen. Farið verður yfir eiginleika krossbundins efnis og sitt lítið annað varðandi hitaveituefni.

Farið verður í frágang á þremur tegundum af krossbundnum múffum frá Logstor með sýnikennslu. Þær múffur sem farið verður í eru eftirfarandi:

          SX: Frauðanleg múffa sem soðnir eru í tappar eftir frauðun
          SXB: Múffa sem hægt er að beygja í 90° og er frauðanleg með soðnum töppum.
          BX: Múffa sem krumpast yfir einangrunarskálar.

Öllum viðskiptavinum boðið að mæta og hafa með þér þá starfsmenn fyrirtækisins sem þeir vilja og verktaka sem eru eða verða í vinnu hjá þeim.

Ekki verður rukkað þátttökugjald á námskeiðið og verða veitingar í boði, ætti fólk ekki að þurfa að hafa með sér nesti, bara góða skapið :)

Ísrör - StálrörÍsrör hefur þjónað orkuveitum og verktökum um land allt frá stofnun árið 1992 og aðallega boðið upp á vörur tengdum lagningu á heitu vatni og þá sérstaklega foreinangruð pexrör og samsetningar.

Haustið 2017 var tekin ákvörðun um að efla þjónustuna við viðskiptavini enn frekar.

Nú er boðið upp á foreinangruð stálrör og tilheyrandi fittings af lager Ísrörs s.s. stálrör í 12 og 6 metra lengdum. Hné í 90° og 45°, bein-té, yfir-té og samsíða-té, afloftanir og loka. Þá er boðið upp á mikið úrval af múffum fyrir einangrunarskálar og einnig múffur fyrir frauðun svo og frauð í þær.

Þjónustu – Gæði – Þekkingu, allt þetta færðu hjá Ísrör