Mastik

Ísrör - Mastik

 

Mstik er til þéttunarborði sem notaður er til ýmiskonar þéttunar eins og t.d. múffum.

Mastik er til í ýmsum útgáfum hjá Ísrör

 

 

  Vörunúmer
   

Suðutappi

Ísrör - Suðutappi

Suðutappar eru til að loka hólkum eftir að búið er að frauða í þá eða til að gera við lítil göt á kápum röra. Tapparnir eru hitaðir í tappasuðuvél þannig að þeir verða seigfljótandi ásamt efninu sem þeir eiga að þétta og er síðan stungið í gatið og haldið þar til þeir hafa kólnað.

Hægt er að fá tvær stærðir tappa 35mm og 43mm. 35mm tappi er tappastærðin sem algengast er að nota á Íslandi.

Tappar eru lagervara hjá Ísrör

 

Vörunúmer
 Suðutappi 35mm  Suðutappi 43mm

Þéttiflipi

Ísrör - Flipi

 

Þéttiflipi er til að setja yfir lítil göt á kápu eða til að leggja yfir suðutappa sem auka þétting eftir að búið er að sjóða tappann.

Þéttiflipar eru lagervara hjá Ísrör.

 

Vörunúmer
 Þéttiflipi  

SXB beygjuhólkur

SXB beygjuhólkur getur komið í staðinn fyrir foreinangrað stálhné. Með SXB beygjuhólknum er hægt að velja þá beygju gráðu sem þarf þ.e milli 0° og 90°. Ekki þarf herpihólk á enda hennar en í hvorum enda er mastik þétting og lím. Frauðað er í hólkinn. Hvor endi hólksins getur tekið 2 kápustærðir þar sem endarnir eru gerðir úr krossbundnu PE efni.

Fáanlegar stærðir eru: Frá 90 mm til 315 mm.

SXB beygjuhólkur er lagervara hjá ÍSRÖR.

 

 

Vörunúmer
SX Beygjuhólkur  90mm (90-77)
SX Beygjuhólkur 110mm (110-90)
SX Beygjuhólkur 125mm (125-110)
SX Beygjuhólkur 140mm (140-125)
SX Beygjuhólkur 160mm (160-140)
SX Beygjuhólkur 200mm (200-180)
SX Beygjuhólkur 250mm (250-225)                 SX Beygjuhólkur 315mm (315-250)

SX-VP breytihólkur

Ísrör - SX-VP breytiholkur

 

SX-VP breytihólkurinn hefur mastik þéttingu á báðum endum. Hólkurinn getur tekið yfir 3 kápustærðir t.d. frá 125-90mm. Frauðað er í hólkinn til einangrunar. Hólkurinn er  með soðnum töppum.

Fáanlegar stærðir eru: Frá 90mm til 355mm.

SX-VP breytihólkar eru lagervara hjá ÍSRÖR.

 

 

Vörunúmer
SX-VP breytihólkur  90-125mm
SX-VP breytihólkur 110-140mm
SX-VP breytihólkur 125-160mm
SX-VP breytihólkur 140-180mm
SX-VP breytihólkur 160-200mm