Inntaksþétti gerð FKF er með dúk sem er 1,2mm þykkur, (Staðall DIN 16 937), dúkurinn er olíu- og jarðvegsþolinn og er þéttur með u.þ.b. 15 cm, lím- og þéttiefni (KRASO® PU 50). Þéttin þétta gegn vatni og öðrum efnum allt að 2,5 bar. Í þéttunum er ryðfrítt stál (V2A) sem og sérstaklega hannað og vandað gúmmí.
Inntaksþéttin er hægt að fá tvennskonar, þannig að þau þétta með því að ganga inn í gat á vegg eða þá að þau eru utan á vegg og þétta út í tilbúinn flangs. Báðar gerðir þéttanna er hægt að fá lokuð eða opin. Ef þéttin eru lokuð eru þau sett á um leið og rörinu eða kaplinum er komið fyrir í inntakinu. Einnig er hægt að fá þau opin sem býður það uppá þann möguleika að koma þéttinu fyrir eftir að rörinu eða kaplinum hefur verið komið fyrir í inntakinu.
FKF inntaksþéttin er hægt að fá í eftirfarandi stærðum: Stærð gats í vegg 80-300mm, stærð rörs eða kapals 0-250mm.
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar og notkunarleiðbeiningar (myndband) um lokuðu þéttin sem koma utan á vegg: https://www.kraso.de/en/kraso-foil-clamping-flange-type-fkf/KFKF.16
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar og notkunarleiðbeiningar (myndband) um lokuðu þéttin sem komið er fyrir í vegg: https://www.kraso.de/en/kraso-foil-clamping-flange-type-fkf/KFKF.9
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar og notkunarleiðbeiningar (myndband) um opnu þéttin sem komið er fyrir utan á vegg: https://www.kraso.de/en/kraso-foil-clamping-flange-type-fkf/KFKF.23
Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar og notkunarleiðbeiningar (myndband) um opnu þéttin sem komið er fyrir í vegg: https://www.kraso.de/en/kraso-foil-clamping-flange-type-fkf/KFKF.2
|