fbpx

 

EW suðumúffa fyrir foreinangruð stálrör

EW suðumúffan er ætluð til einangrunar á samskeytum foreinangraðra stálröra. Þær eru gerðar úr heilum hólk og því settar á rörin áður en stálrörið er soðið saman. Eftir að EW suðumúffan hefur verið soðin á hlífðarkápu rörsins er einangrunar efninu sprautað í EW suðumúffuna.

Til suðu á múffunni er notuð sérstök suðuvél sömu gerðar og fyrir suðu á Band- og í Plötumúffunum.

Fáanlegar stærðir eru: Fyrir kápuþvermál 90 mm til 1400 mm og fást í nokkrum lengdum.

Múffan er ekki lagervara hjá Ísrör